Fara í efni

Staða yfirhafnarvarðar er laus til umsóknar

14.11.2016

Staða yfirhafnarvarðar er laus til umsóknar

Hafnarsjóður Skagafjarðar á og rekur tvær hafnir í Skagafirði, á Sauðárkróki og á Hofsósi. Yfirhafnarvörður er jafnframt verndarfulltrúi. Leitað er eftir einstaklingi með mikinn metnað og áhuga á að takast á við fjölbreytt og krefjandi starf í líflegu umhverfi.

Helstu verkefni yfirhafnarvarðar eru:

  • Daglegt eftirlit og stjórnun á hafnarsvæðum.
  • Daglegt eftirlit með skipum, móttaka þeirra, skráning og afgreiðsla.
  • Umsjón með hafnarmannvirkjum, hafnarvog og vigtun afla.
  • Stefnumótun og áætlanagerð.
  • Gæða- og þjónustustjórnun.
  • Markaðssetning á höfnum í samráði við stjórn. 
  • Útskrift reikninga og skráning upplýsinga til gjaldtöku af skipum og vörum.
  • Samskipti við Fiskistofu og aðra hagsmunaaðila.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi.
  • Löggilding vigtarmanns er æskileg.
  • Reynsla af stjórnun og mannaforráðum.
  • Góðir leiðtogahæfileikar, frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Góð þjónustulund, jákvæðni og mikil færni í mannlegum samskiptum.
  • Reynsla af gerð fjárhagsáætlana, annarra áætlana og rekstri.
  • Gerð er krafa um góða alhliða tölvukunnáttu, s.s. excel og word.
  • Reynsla af sambærilegum verkefnum er kostur.

Um 100% starf er að ræða og viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Starfið hentar jafnt konum sem körlum. Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 28. nóvember 2016

Umsóknum sem greina frá menntun og fyrri störfum skal skila í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (laus störf) eða í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Indriði Þór Einarsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, með því að senda fyrirspurn á netfangið indridi@skagafjordur.is eða í síma 455-6205 / 692-3880.