Fara í efni

Sóknaráætlun Norðurlands vestra

24.03.2015

Þann 10. febrúar síðastliðinn var skrifað undir samning SSNV og ríkisins um Sóknaráætlun 2015-2019.  Einn hluti Sóknaráætlunarinnar er stofnun Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra sem kemur í staðinn fyrir vaxtar- og menningarsamninga sem verið hafa í gangi síðustu ár. Nú er komið að fyrsta umsóknar- og úthlutunarferlinu og er auglýst eftir umsóknum um styrki á menningar- atvinnuþróunar- og nýsköpunarsviðum. Umsóknarfrestur er til og með 17. apríl. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu SSNV http://www.ssnv.is/