Fara í efni

Söguleg safnahelgi á Norðurlandi vestra 12. og 13. okt

10.10.2013

Á sunnudaginn verða Byggðasafn Skagfirðinga, félagið á Sturlungalsóð og Sögusetur íslenska hestsins á Hólum með opið og bjóða gesti velkomna milli kl 13 og 17. Minjahúsið á Sauðárkróki, Áshúsið og gamli bærinn í Glaumbæ verða opin og upplagt að fá sér sunnudagssteik í Áskaffi en þar verður opið frá kl 12 á hádegi. Í Kakalaskála tekur Sigurður Hansen á móti gestum og segir frá hestaferðum á milli landshluta á Sturlungaöld. Hann verður með sögustundir á heilu tímunum, kl. 14, 15 og 16. Upplagt er að taka sunnudagsrúnt um fjörðinn og fræðast smávegis í leiðinni.