Fara í efni

Söfnun á skjölum kvenna

20.03.2015

Í ár fögnum við Íslendingar 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna og af því tilefni er kallað eftir skjölum eftir konur. Það eru Þjóðskjalasafn Íslands, Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn og héraðsskjalasöfnin sem standa að söfnuninni. Landsmenn er hvattir til að afhenda skjöl sem kunna að leynast í fórum þeirra á skjalasöfnin. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Héraðsskjalasafns Skagfirðinga en hægt er að hafa samband í tölvupósti skjalasafn@skagafjordur.is eða í síma 453 6640.