SMT hátíð í Birkilundi

Á heimasíðu Birkilundar segir að SMT hátíð hafi verið haldin nýlega í tilefni af því að Birkilundur er orðinn SMT sjálfstæður leikskóli. SMT skólafærni er til að styrka jákvæða hegðun og börnin safna SMT brosum og fá umbun fyrir þegar vissum fjölda brosa hefur verið náð.  Börnin sungu nokkur lög af þessu tilefni, Selma Barðdal verkefnisstjóri sagði frá innleiðingu SMT, sem hefur tekið nokkur ár, og afhenti skólanum SMT fána ásamt Herdísi Sæmundardóttur sviðsstjóra fjölskyldusviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Boðið var boðið upp á kaffi, SMT tertu og fleira meðlæti í tilefni þessa áfanga.

Nánar má lesa um viðburðinn á heimasíðu Birkilundar.