Skráning í Sumar T.Í.M. og námsskeið í boði

Skráning í Sumar Tím hefst mánudaginn 26. maí en í boði verða mismunandi íþróttagreinar, tómstunda- og menningarnámskeið.

Námsskeiðslýsingar hér:

Námskeiðin á Sauðárkróki hefjast mánudaginn 10. júní og standa til 9. ágúst, mánudaga til fimmtudaga frá kl 8:10 til 11:40 og frá kl 13:10 til 14:10. Einnig er hægt að kaupa vistun til kl 16:00 mánudaga til fimmtudaga. Föstudagsfjör er á föstudögum milli kl 8:10 og 12:00

Námskeiðin á Hólum hefjast mánudaginn 2. júní til 27. júní, alla virka daga frá 8:00 til 14:00 og þátttakendum á Hofsósi býðst að taka þátt í námskeiðunum á Hólum.

Skráning á síðunni tim.skagafjordur.is

Umsóknarfrestur er til fimmtudagsins 29. maí.