Fara í efni

Skráning er hafin í Vinnuskólann

24.04.2024

Búið er að opna fyrir skráningar í Vinnuskóla Skagafjarðar fyrir sumarið 2024. Vinnuskólinn verður starfandi frá mánudeginum 3. júní til föstudagsins 9. ágúst að báðum dögum meðtöldum. Leitast er við að veita öllum 13 til 16 ára unglingum búsettum í Skagafirði aðgang í skólann. Árgangarnir sem í hlut eiga eru fæddir á árunum 2011, 2010, 2009 og 2008. Vinnutíminn er 40 klukkustundir hjá yngsta árgangi, 120 klukkustundir fyrir ungmenni fædd árið 2010, 180 klukkustundir fyrir ungmenni fædd árið 2009 og 240 klukkustundir hjá elsta hópnum. Mæting er kl. 08:00 fyrsta vinnudag í nýrri bækistöð vinnuskólans sem verður í vallarhúsinu á íþróttavellinum á Sauðárkróki.

Skráning fer fram á upplýsingarsíðu Vinnuskólans og þar má jafnframt finna allar helstu upplýsingar um skólann.

Upplýsingarsíða Vinnuskólans