Fara í efni

Skólastjóraskipti í Varmahlíðarskóla

09.08.2013
Ágúst afhendir Freyju lyklavöldin að skólanum

Þann 31. júlí s.l. lét Ágúst Ólason af störfum eftir tveggja ára starf við skólastjórn Varmahlíðarskóla. Hann afhenti nýjum skólastjóra, Álfheiði Freyju Friðbjarnardóttur, lyklavöldin að skólanum þann dag. Freyju er óskað til hamingju með starfið og Ágústi velfarnaðar á nýjum slóðum.

Á Facebook síðu skólans má lesa eftirfarandi skilaboð sem birtust þar í dag:

Bréf frá nýjum skólastjóra:

Ég er stolt og ánægð með nýtt starf sem skólastjóri Varmahlíðarskóla og hef þar með hafið nýtt og spennandi tímabil í lífi mínu. Við skólann verður jafnframt ráðinn annar nýr starfsmaður, Hafdís Guðlaug Skúladóttir, leik- og grunnskólakennari en hún kemur í stað Ásdísar Hermannsdóttur. Hafdís verður bekkjarkennari 4. bekkjar. Enn á eftir að finna í hlutastöður í íþróttahúsi/sundlaug og náms- og starfsráðgjafa. Ég vil nota tækifærið og upplýsa um hvenær og hvernig fyrstu starfsdagarnir verða í haust.

16. ágúst. Fræðsludagur starfsfólks í Miðgarði. 
19. ágúst. Starfsfólk í mötuneyti og skólaliðar mæta til starfa.
22. ágúst. Kennarar og stuðningsfulltrúar mæta til starfa. 
28. ágúst. Skólasetning kl. 16:00 sunnan við skólann að venju. 
Stutt athöfn og boðið upp á kaffi og með því.
29. ágúst. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá í 2. til 10. bekk.
Fyrstu bekkingar verða boðaðir í viðtal til umsjónarkennara eftir hádegi.
30. ágúst. Kennsla hjá öllum bekkjum samkvæmt stundaskrá.

Hlakka til að hitta nemendur, aðstandendur, starfsfólk og velunnara skólans.

Bestu kveðjur,
Freyja Friðbjarnardóttir