Skólastarf að hefjast

Árskóli á Sauðárkróki
Árskóli á Sauðárkróki

Í dag og á morgun verða skólarnir í Skagafirði settir. Skólasetningin í Árskóla er í dag og byrjar kl 9 en tímasetningar bekkja má sjá á heimasíðu skólans.  Grunnskólinn austan Vatna er einnig settur í dag, í Sólgarðaskóla kl 9, Hólum kl 11 og Hofsósi kl 13. Skólasetning í Varmahlíðarskóla er á morgun þann 24. ágúst kl 14.

Á heimasíðum skólanna hvetja skólastjórnendur foreldra og nemendur til að fara yfir skóladótið frá fyrra vetri og nota áfram það sem hægt er.