Fara í efni

Skólasókn í öðru skólahverfi innan Skagafjarðar skólaárið 2024-25

17.05.2024

Vakin er athygli á því að beiðni um skólasókn í öðru skólahverfi fyrir skólaárið 2024-25 skal hafa borist sviðsstjóra fjölskyldusviðs á netfangið bryndislilja@skagafjordur.is fyrir 10. júní nk. Beiðni foreldra um flutning skal vera skrifleg og rökstudd.

Í Skagafirði eins og í öðrum sveitarfélögum eru ákveðin skólahverfi. Börn sækja skóla innan sinna skólahverfa og skipulag skólaaksturs tekur mið af þeim.

Skiptingu skólahverfa í Skagafirði má finna hér.

Heimilt er að veita undanþágu frá skólasókn í skólahverfi viðkomandi barns ef rík málefnaleg sjónarmið, fagleg eða félagsleg, liggja fyrir. Sjá reglur um skólasókn í öðru skólahverfi í Skagafirði hér.

Fræðslunefnd afgreiðir umsóknir að fengnu áliti sérfræðinga, skóla- og / eða félagsþjónustu sem og skólastjóra beggja skóla. Umsókn er einungis samþykkt ef:

  • talin eru fullnægjandi fagleg eða félagsleg rök fyrir beiðninni
  • kostnaður vegna breytinganna er óverulegur (skólaakstur, launakostnaður o.s.frv.)
  • breyting veldur ekki umtalsverðri röskun á starfsemi hlutaðeigandi skóla.