Fara í efni

Skólaritari óskast á Leikskólann Ársali

22.01.2018

Skólaritari óskast á Leikskólann Ársali

 

Upphaf starfs: 1. mars 2018.

Starfsheiti: Skólaritari I.

Starfshlutfall: 50% starfshlutfall.

Vinnutími: Dagvinna, unnið fyrir hádegi.

Lýsing á starfinu: Starfar á skrifstofu leikskóla við almenn skrifstofustörf, s.s. skjalavörslu, frágang á ýmsum gögnum, afgreiðslu, símsvörun, ljósritun, skönnun og utanumhald á upplýsingum tengdum börnum eða starfsmönnum, t.d. biðlista, starfsmannalista, netfangalista, símaskrá o.s.frv. Ýmis önnur skrifstofutengd verkefni sem honum er falin af yfirmanni. Starfið hentar konum jafnt sem körlum.

Hæfniskröfur: Góð tölvukunnátta, m.a. á word, excel og drive.  Kostur ef viðkomandi þekkir VinnuStund og Navision. Góð íslensku- og enskukunnátta. Menntun og reynsla af sambærilegum störfum er kostur. Umsækjendur þurfa að búa yfir færni í mannlegum samskiptum, sýna frumkvæði, sjálfstæði og hafa faglegan metnað fyrir starfi sínu. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, lausnarmiðaða hugsun, háttvísi, stundvísi og áreiðanleika í starfi.

Launakjör: Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 11. febrúar 2018

Nánari upplýsingar: Anna Jóna Guðmundsdóttir, leikskólastjóri,  í síma 455-6090 eða á netfanginu annajona@skagafjordur.is.

Umsóknir: Umsókn ásamt ferilskrá og prófskírteini skal skila í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (laus störf) eða í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

 

Einkunnarorð leikskólans eru: Vinátta – Virðing – Vellíðan.

Ársalir er níu deilda leikskóli rekinn í tveimur húsum sem annars vegar hýsir eldra stig og hins vegar yngra stig. Eldra stig hefur aðsetur við Árkíl og þar eru 2 – 5 ára börn á sex deildum, sem heita; Höfði, Laut, Hlíð, Þúfa, Skógar og Klettur. Yngra stig er staðsett við Víðigrund og þar eru 1-2 ára börn á þremur deildum sem heita; Lón, Lind og Lækur.