Fara í efni

Skólamáltíð og síðdegisgæsla og 9. tíminn á leikskóla ódýrust í Sveitarfélaginu Skagafirði

06.02.2017
Árskóli á Sauðárkróki

Nýverið hafa birst niðurstöður samanburðar verðlagseftirlits ASÍ á gjöldum fyrir ýmsa þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins.

Sveitarfélagið Skagafjörður kemur vel út í þeim samanburði. Má þar m.a. nefna að gjald fyrir hádegisverð, síðdegisvistun og hressingu er lægst í Sveitarfélaginu Skagafirði og gildir hið sama um 9. tíma í vistun barns á leikskóla.

Samkvæmt könnun ASÍ á kostnaði foreldra við hádegismat og síðdegisgæslu grunnskólabarna meðal stærstu sveitarfélaga landsins kemur fram að kostnaðurinn er lægstur í Skagafirði 24.234 kr. á mánuði en hæstur í Garðabæ 36.484 kr. eða 51% munur. Miðað er við hádegismat, þriggja tíma vistun og hressingu fyrir barn í neðri bekkjum grunnskólans í 21 dag. Heildarkostnaður foreldra vegna þessarar þjónustu hefur hækkað hjá öllum 15 sveitarfélögunum sem skoðuð voru á síðasta ári, mest hjá Reykjavíkurborg eða 11% úr 23.530 kr. í 26.100 kr. á mánuði.

Mánaðargjald fyrir hádegismat og síðdegisgæslu

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ef gjaldskrá fyrir hádegismat grunnskólabarna er skoðuð kemur fram að máltíðin er dýrust á Ísafirði 10.332 kr. á mánuði og ódýrust hjá Sveitarfélaginu Árborg 7.329 kr. á mánuði. Hjá Sveitarfélaginu Skagafirði kostar máltíðin 8.673 kr. á mánuði. Er miðað við 21 virkan dag í þessum samanburði. Hádegisverður í skólum Sveitarfélagsins Skagafjarðar er sá 5. lægsti yfir landið.

ASÍ kannaði einnig gjöld fyrir átta tíma vistun á leikskóla með fæði og er hæsta gjaldið fyrir þá þjónustu 39.578 kr. í Vestmannaeyjum en lægsta á 25.760 kr. á Seltjarnarnesi. Í Skagafirði er gjaldið 36.215 kr. á mánuði.

Hjá flestum sveitarfélögum kostar níundi tíminn í vistun leikskólabarna meira en hinir átta. Í Kópavogi er hann dýrastur og kostar 13.698 kr., í Reykjavík 11.750 kr. og Vestmannaeyjum 10.130 kr. Lægsta gjaldið er hjá Sveitarfélaginu Skagafirði 2.977 kr.

Tafla yfir 9. tímann í vistun leikskólabarna

Þá má nefna að samkvæmt útreikningi sem Orkustofnun vann fyrir Byggðastofnun í lok síðasta árs þá er kostnaður við húshitun hvað lægstur á landinu á veitusvæðum Skagafjarðarveitna en kostnaður við húshitun er einungis lægri á Seltjarnarnesi, Flúðum og í Hveragerði.

Þegar litið er til orkukostnaðar alls sést að hann er einnig hvað lægstur á Sauðárkróki af þeim stöðum sem kannaðir voru en af 36 svæðum voru aðeins 6 þéttbýlisstaðir með lægri orkukostnað alls þegar litið er til algengasta verðs á heildarorkukostnaði á hverjum stað. Rafmagnsverð er hærra hjá notendum í dreifbýlinu.

Sjá nánar hér:

http://www.asi.is/um-asi/utgafa/frettasafn/almennar-frettir/skolamatur-og-gaesla-51-dyrari-i-gardabae-en-skagafirdi/

http://www.asi.is/um-asi/utgafa/frettasafn/almennar-frettir/gjaldskrar-leikskola-haekka-enn-eitt-arid/

http://www.byggdastofnun.is/is/frettir/category/1/samanburdur-a-orkukostnadi-heimila