Skólahaldi aflýst og íþróttamannvirki lokuð í sveitarfélaginu í dag og á morgun

Kort af veðurspá kl 20 í kvöld. Mynd: vedur.is
Kort af veðurspá kl 20 í kvöld. Mynd: vedur.is

Allt skólahald fellur niður í leik- og grunnskólum í Sveitarfélaginu Skagafirði í dag, þriðjudag og á morgun, miðvikudag. Þá verða öll íþróttamannvirki í sveitarfélaginu einnig lokuð í dag og á morgun. Útlit er fyrir hið versta veður og biðlar lögreglan á Norðurlandi vestra til fólks að halda sig heima.