Skólahald fellt niður og sundlaugin í Varmahlíð lokar kl 14

Frá Hólum í Hjaltadal
Frá Hólum í Hjaltadal

Nú er úti veður vont og á það við í Skagafirði þessa stundina og fer versnandi þegar líður á daginn ef spár ganga eftir.  Sundlaugin og íþróttamiðstöðin í Varmahlíð loka kl 14 í dag og engir skólabílar gengu á svæði Varmahlíðarskóla í morgun og eru þeir nemendur sem mættu farnir heim. Árshátíð yngri nemenda skólans sem vera átti kl 16 í dag er frestað um viku.

Grunnskólinn austan Vatna sendi tilkynningu strax í morgun og felldi niður allt skólahald í dag á öllum starfsstöðum, Hofsósi, Hólum og Sólgörðum.

Skólastjórnendur á Sauðárkróki bæði í Árskóla og leikskólanum Ársölum hafa sent foreldrum tilkynningar og beðið þá að sækja börn sín í skólann.