Skólaakstur útboð

Skagafjörður
Skagafjörður

Sveitarfélagið Skagafjörður óskar eftir tilboðum í skólaakstur í Skagafirði 2018-2023. Helstu magntölur eru: Akstursleiðir í dreifbýli, lengd 323 km og um 110 farþegar.

Útboðsgögn eru til afhendingar án endurgjalds í afgreiðslu sveitarfélagsins í ráðhúsinu við Skagfirðingabraut 21 á Sauðárkróki frá og með föstudeginum 11. maí.

Frestur til að skila inn tilboðum er til kl 13:30 þriðjudaginn 29. maí næstkomandi og eru áætluð verklok vorið 2023.