Fara í efni

Skammtímavistun auglýsir starf þroskaþjálfa laust til umsóknar

30.05.2017

 Skammtímavistun auglýsir starf þroskaþjálfa laust til umsóknar

 

Upphaf starfs: 11. ágúst 2017 eða eftir samkomulagi.

Starfshlutfall: 52% starfshlutfall.

Starfsheiti: Þroskaþjálfi í málefnum fatlaðra.

Lýsing á starfinu: Þroskaþjálfi hefur með höndum faglega yfirsýn á þjónustu við notendur sem nýta þjónustu skammtímavistunar. Hann ber ábyrgð á að notendur fái nauðsynlega þjónustu og sinnir þverfaglegu samstarfi innan sem utan stofnunar. Þroskaþjálfi kemur að  framkvæmd þjónustu og umönnun við fötluð börn og fullorðna sem nýta þjónustu skammtímavistunar. Hann veitir notendum aðstoð við athafnir daglegs lífs, umönnun, þjálfun og gæslu eftir þörfum hvers og eins og er vakandi yfir andlegri og líkamlegri líðan þeirra, ásamt öðrum verkefnum.

Starfið hentar konum jafnt sem körlum.

Menntunarkröfur: Þroskaþjálfamenntun og starfsleyfi sem þroskaþjálfi eða sambærilega menntun.

Hæfniskröfur: Reynsla af starfi með fötluðum einstaklingum er æskileg. Leitað er eftir ábyrgðarfullum, jákvæðum og sveigjanlegum einstakling sem hefur  reynslu og áhuga á að starfa með fötluðum börnum og fullorðnum. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu,  umhyggju, lipurð í mannlegum samskiptum og stundvísi. Mikilvægt er að starfsmaður sýni frumkvæði, sjálfstæði og gleði í leik og starfi.

Vinnutími: Vaktavinna.

Launakjör: Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 12. júní 2017

Nánari upplýsingar: Guðrún Hanna Kristjánsdóttir, forstöðumaður skammtímavistunar, í síma 866-5561 eða í tölvupósti: gudrunhanna@skagafjordur.is

Umsóknir: Umsókn ásamt ferilskrá, prófskírteini og leyfisbréf skal skila í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (laus störf) eða í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

 

Skammtímavistun er staðsett á Grundarstíg 22, Sauðárkróki. Markmið þjónustunnar er að létta álagi af fjölskyldum fatlaðra barna og stuðla með þeim hætti að því að börn geti búið sem lengst í heimahúsum. Þá er skammtímavistun jafnframt ætlað að veita fötluðum ungmennum og fullorðnum, sem búa í heimahúsum tilbreytingu og búa þá undir að flytjast úr foreldrahúsum. Skammtímavistun þjónar öllu Norðurlandi vestra.