Skagfirðingar unnu Ísfirðinga í Útsvari

Berglind, Guðrún og Indriði.
Berglind, Guðrún og Indriði.

Lið Sveitarfélagsins Skagafjarðar keppti við lið Ísfjarðarbæjar í Útsvari á RÚV síðastliðinn föstudag. Skagfirðingar héldu forystunni allan tímann og leikslok urðu 84 stig Skagfirðinga gegn 47 stigum Ísfirðinga. Lið Skagafjarðar er skipað þeim Berglindi Þorsteinsdóttur, Guðrúnu Rögnvaldardóttur og Indriða Þór Einarssyni. Við erum ánægð með okkar fólk og það verður spennandi að fylgjast með næstu keppni.