Skagfirðingar keppa í Útsvari á föstudaginn

Útsvarslið Skagafjarðar 2014-2015Lið Skagafjarðar stóð sig með miklum sóma í fyrstu umferð spurningaþáttarins Útsvars í Sjónvarpinu á nýliðnu ári. Lagði lið Skagfirðinga, sem skipað er þeim Guðnýju Zöega, Guðrúnu Rögnvaldardóttur og Vilhjálmi Egilssyni, vaska keppendur Árborgar að velli en þess má geta að lið Árborgar komst samt áfram sem eitt af stigahæstu tapliðunum.

Núna á föstudaginn er svo komið að 16-liða úrslitum og þar mæta Skagfirðingar harðsnúnu liði Rangárþings ytra. Verður án efa um spennandi og skemmtilega keppni að ræða.

Skagfirðingar senda keppendum sínum bestu óskir um gott gengi og drengilega keppni.