Skagafjörður tekur við útnefningu sem EDEN gæðaáfangastaður Íslands 2015

Laufey Skúladóttir og Laufey Haraldsdóttir taka við útnefningunni frá Ólöfu Ýr Atladóttur ferðamálas…
Laufey Skúladóttir og Laufey Haraldsdóttir taka við útnefningunni frá Ólöfu Ýr Atladóttur ferðamálastjóra fyrir hönd Skagafjarðar.

Á Ferðamálaþingi sem haldið var á Akureyri í gær, miðvikudaginn 28. október, tóku fulltrúar frá Sveitarfélaginu Skagafirði á móti útnefningu Ferðamálastofu sem EDEN gæðaáfangastaður Íslands 2015.

Ferðamálastofa er fyrir Íslands hönd aðili að verkefninu, sem stendur fyrir „European Destination of Excellence“. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á gæðum, fjölbreytileika og sameiginlegum einkennum Evrópskra áfangastaða og kynna til sögunnar nýja, lítt þekkta, áfangastaði vítt og breitt um Evrópu þar sem áhersla er lögð á ferðaþjónustu í anda sjálfbærni. Þema ársins 2015 var matartengd ferðaþjónusta.

Á Ferðamálaþinginu var farið yfir hina ýmsu þætti ferðaþjónustu, umhverfisverðlaun Ferðamálastofu voru afhent ásamt því að afhentar voru viðurkenningar fyrir fyrsta og annað sæti í samkeppninni um gæðaáfangastaðinn 2015. Það var Ólöf Ýr Atladóttir ferðamálastjóri sem afhenti verðlaunin.

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra ávarpaði þingið og margir áhugaverðir fyrirlesarar fluttu erindi.