Fara í efni

Skagafjörður mætir Árborg í Útsvari næsta föstudag

20.10.2014

Skagfirðingar í ÚtsvariKeppni í Útsvarinu er hafin í Ríkissjónvarpinu þennan veturinn en þar keppa 24 sveitarfélög sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Næstkomandi föstudagskvöld er komið að því að Skagfirðingar hefji þátttöku en að þessu sinni mæta þeir vösku liði Árborgar.

Lið Skagafjarðar er að þessu sinni skipað reyndum kempum þótt nýliði sé einnig í hópnum. Liðið skipa þau Guðrún Rögnvaldardóttir framkvæmdastjóri Staðlaráðs, Guðný Zoega deildarstjóri fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga og Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst.

Við óskum þeim góðs gengis og góðrar skemmtunar í Útsvarinu.