Skagafjörður keppir í Útsvari í kvöld

Útsvar. Mynd: RÚV
Útsvar. Mynd: RÚV

Lið Skagafjarðar mætir liði Vestmannaeyja í Útsvari á RÚV í kvöld. Óskað var eftir ábendingum um fulltrúa í lið Skagafjarðar á Facebook síðu sveitarfélagsins í lok sumars. Fjöldi ábendinga barst og var úr vöndu að ráða. Þau sem skipa lið Skagafjarðar í ár eru Björg Baldursdóttir, Heiðdís Lilja Magnúsdóttir og Ingólfur Valsson. 

Umsjónarmenn þáttarins eru Guðrún Dís Emilsdóttir og Sólmundur Hólm og fylgja nýjum þáttastjórnendum nokkrar breyttar áherslur. Til dæmis má nefna þá nýjung að hvort lið um sig fær eina spurningu sem áhorfendur heima geta aðstoðað við að svara með því að nota Twitter aðgang sinn. Við hvetjum alla sem nota Twitter til að vera með tölvuna eða snalltækið við höndina og leggja okkar fólki lið í kvöld. 

Þátturinn er sýndur í beinni útsendingu og hefst kl. 20:05. Þeir sem staddir eru á höfuðborgarsvæðinu og vilja vera áhorfendur í sal geta mætt í Efstaleiti kl. 19:30.

Við óskum Björgu, Heiðdísi Lilju og Ingólfi góðs gengis í kvöld.