Fara í efni

Skagafjörður auglýsir grunnskólann á Hólum til leigu

05.11.2025

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir til leigu fasteignina Hólar Grunnskóli F2142800, 409 m2 húsnæði ásamt íbúðarhluta sem er að auki 135 m2, staðsett á Hólum í Hjaltadal Skagafirði. Húsnæðið var áður notað sem skólabygging og hentar því vel fyrir ýmsa starfsemi.

Um er að ræða skólabyggingu og séríbúð. Hægt er að leigja fasteignirnar í sitthvoru lagi, þá íbúð sér og skólabyggingu sér.

Húsnæðið er laust frá 1. desember 2025, eða eftir samkomulagi.

Óskað er eftir tilboði í leigugjald fyrir fasteignirnar, annað hvort sem ein heild eða í sitthvoru lagi. Með umsókn skulu fylgja upplýsingar um umsækjanda sem og hugmyndir um hvernig viðkomandi hyggst nýta húsið. Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að óska eftir frekari upplýsingum ef þörf krefur.

Umsóknarfrestur er til 24. nóvember nk. og skal umsóknum skilað á netfangið skagafjordur@skagafjordur.is.
Nánari upplýsingar veitir Samúel R. Kristjánsson umsjónarmaður Eignasjóðs í síma 660-4690 eða samuel@skagafjordur.is. 

Sveitarfélagið Skagafjörður áskilur sér rétt til að taka hvaða umsókn sem er eða hafna öllum.