Fara í efni

Skagafjörður auglýsir eftir forgangsverkefnum fyrir Áfangastaðaáætlun Norðurlands, DMP

19.06.2024
Annað, tveggja útsýnissvæða við Ketubjörg en styrkir hlutust fyrir hönnun og framkvæmdum við Ketubjörg úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

Skagafjörður auglýsir eftir uppbyggingarverkefnum í ferðaþjónustu til að setja á forgangslista Skagafjarðar fyrir Áfangastaðaáætlun Norðurlands (DMP). Þau verkefni sem eru á forgangslista Skagafjarðar fá auka stig við mat á umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða en opnað verður fyrir umsóknir í haust.

Skila þarf inn greinagóðri lýsingu á verkefnum, upplýsingum um hagsmunaaðila ásamt samþykki allra landeigenda ef við á. Verkefni sem til stendur að sækja um fyrir í haust koma einungis til greina.

Árið 2018 var fyrst gerð Áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland, þar sem gert var stöðumat á ferðaþjónustu á Norðurlandi og forgangsröðun verkefna til næstu þriggja ára. Síðan þá hafa forgangsverkefni Áfangastaðaáætlunar verið uppfærð árlega. Hverju sveitarfélagi á Norðurlandi gefst kostur á að senda inn fimm verkefni á forgangslistann.

Frestur til að skila inn uppbyggingarverkefnum til Skagafjarðar er til og með 1. ágúst nk.

Tekið er á móti verkefnahugmyndum á netfangið heba@skagafjordur.is.

Nánari upplýsingar um Áfangastaðaáætlunina og forgangsverkefni er hægt að finna hér.