Sjötti þáttur Atvinnupúlsins

Mynd: Logo Atvinnupúlsins
Mynd: Logo Atvinnupúlsins

Í gær, miðvikudag, var sjötti þáttur Atvinnupúlsins í Skagafjarði sýndur á sjónvarpsstöðinni N4. Um þessar mundir er met í sölu steypu hjá Steypustöð Skagafjarðar sem sýnir glögglega að hjól atvinnulífsins snúast á svæðinu. Í þættinum er farið í heimsókn til Steypustöðvar Skagafjarðar og forvitnast um þessi mál.

Auk þess er í þættinum rætt við framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, farið í heimsókn í Gestastofu sútarans, hugbúnaðarfyrirtækið Stefnu, rækjuverksmiðjuna Dögun og í Kjarnann sem hýsir ýmis þjónustufyrirtæki Kaupfélags Skagfirðinga.

Hægt er að horfa á þáttinn með því að smella hér.