Sjómannadagskveðja
30.05.2025
Á sunnudaginn nk. heiðrum við sjómenn – þá sem stundað hafa sjómennsku af hetjulund og dugnaði, í gegnum kynslóðir. Ykkar framlag til byggða og samfélags er ómetanlegt.
Sveitarfélagið óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með sjómannadaginn.
Um helgina standa yfir hátíðarhöld í Skagafirði í tilefni sjómannadagsins. Hér má sjá dagskrá Sjávarsælunnar á Sauðárkróki og dagskrána á Hofsósi.