Fara í efni

Sigurður Arnar Friðriksson ráðinn í starf forstöðumanns framkvæmda

25.06.2025

Sigurður Arnar Friðriksson hefur verið ráðinn í stöðu forstöðumanns framkvæmda á Veitu- og framkvæmdasviði hjá sveitarfélaginu Skagafirði.

Sigurður Arnar úrskrifaðist árið 2006 sem M.Sc. vélaverkfræðingur á orkusviði frá Danmarks Tekniske Universite en þar áður hafði hann lokið B.Sc. gráðu í iðnaðartæknifræði frá Tækniskóla Íslands árið 2002. Sigurður hefur um tuttugu ára reynslu af verkefnastjórnun og rekstri verklegra framkvæmda, einkum í flóknum og umfangsmiklum verkefnum tengdum fjarskiptainnviðum. Hann hefur starfað sem verkefnastjóri og forstöðumaður hjá Gagnaveitu Reykjavíkur og Mílu hf., þar sem hann bar ábyrgð á skipulagningu framkvæmda, framvindu, kostnaðargreiningum og útboðum vegna ljósleiðaravæðingar um allt land.

Sigurður hóf störf nú á dögunum svo við bjóðum hann hjartanlega velkominn til starfa og óskum honum velfarnaðar í sínum störfum.