Fara í efni

Sigrum streituna - Heilsueflandi Samfélag í Skagafirði

17.10.2019

Heilsueflandi samfélag í Skagafirði stendur fyrir fyrirlestrinum "Sigrum streituna - grunnatriði góðrar heilsu" sem haldinn verður í sal Árskóla miðvikudaginn 30. október kl 16:30. Fyrirlesari er Sölvi Tryggvason sem er höfundur bókarinnar "Á eigin skinni". Er þetta fyrsti viðburðurinn sem Heilsueflandi samfélag í Skagafirði heldur og er aðgangur ókeypis.

Á fyrirlestrinum verður farið yfir lykilatriði þegar kemur að næringu, hreyfingu, leiðir til að bæta svefn, heilastarfsemi og draga úr bólgum og ójafnvægi í líkamskerfinu.

Um Sölva Tryggvason:
Sölvi Tryggvason gaf nýverið út bókina: Á Eigin Skinni, sem er afrakstur áratugsvegferðar hans um allt sem snýr að heilsu. Eftir að hafa sjálfur misst heilsuna neyddist Sölvi til að gerast sérfræðingur í heilsu og hefur á undanförnum árum lært af framúrskarandi fólki um allan heim, auk þess að gera endalaust af tilraunum á sjálfum sér þegar kemur að kælingu, föstum, næringu, hreyfingu, bætiefnum og fleiru og fleiru.