Fara í efni

Setning Sæluviku

23.04.2025

Sæluvika, lista- og menningarhátíð í Skagafirði, verður dagana 27. apríl - 3. maí. Setningin verður í Safnahúsinu sunnudaginn 27. apríl kl 13 þar sem veitt verða samfélagsverðlaun Skagafjarðar. Vísnakeppnin verður á sínum stað, tónlistaratriði í boði Tónlistarskóla Skagafjarðar, opnun myndlistarsýningar Sólóns myndlistafélags og kaffi og terta fyrir gesti. Einnig verður í boði að fara í tröllabrúðusmiðju kl 15:30.
Ýmsir forsæluviðburðir verða í boði og þétt dagskrá í vikunni sjálfri sem hægt er að kynna sér á Sæluvikusíðunni.