Setning grunnskólanna í Skagafirði

Skólasetning boðar haustkomu og er skemmtilegur tími hjá flestum þegar bekkjarfélagarnir hittast að afloknu sumarleyfi. Árskóli á Sauðárkróki verður settur fimmtudaginn 21. ágúst en nánari upplýsingar munu birtast á vef skólans. Starfsemi Árvistar hefst þriðjudaginn 19. ágúst og eru foreldrar beðnir að  staðfesta skráningu frá því í vor í síma 455-1100 eða senda nýskráningu  í tölvupósti á netfangið ritari@arskoli.is. Umsóknareyðublöð eru á vef skólans arskoli.is. Vala Bára Valsdóttir er nýr deildarstjóri Árvistar.

Grunnskólinn austan Vatna verður settur fimmtudaginn 21. ágúst. Starfsstöðvar skólans eru þrjár og verður skólasetning á Sólgörðum kl 9, Hólum kl 11 og á Hofsósi kl 13.

Setning Varmahlíðarskóla verður fimmtudaginn 27. ágúst kl 16.