Fara í efni

Samþykkt deiliskipulags

16.06.2015

Þann 13. maí síðastliðinn samþykkti sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar deiliskipulag Gönguskarðsárvirkjunar þ.e. aðrennslislögn, nýtt stöðvarhús og þrýstivatnsturn. Fyrirhugað er að endurbyggja Gönguskarðsárvirkjun í Skagafirði, ofan við Sauðárkrók, sem m.a felur í sér lagningu niðurgrafinnar aðrennslislagnar, byggingu stöðvarhúss og þrýstivatnsturns. Skipulagssvæðið er um 5 hektarar að stærð og liggur sunnan Gönguskarðsár innan þéttbýlismarka Sauðárkróks. Nýtt stöðvarhús verður staðsett við syðri bakka Gönguskarðsár, við gamla brú tæpum kílómetra ofan við ósa hennar þar sem hún rennur í sjó.

Auglýsing um samþykkt deiliskipulags - Gönguskarðsárvirkjun