Safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga lætur af störfum

Fráfarandi og verðandi safnstjórar Byggðasafns Skagfirðinga
Fráfarandi og verðandi safnstjórar Byggðasafns Skagfirðinga

Í dag var síðasti starfsdagur Sigríðar Sigurðardóttur safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga sem lætur nú af störfum eftir rúmlega 30 ára farsælt starf hjá safninu. Af því tilefni fóru sveitarstjóri og sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs, ásamt nokkrum öðrum starfsmönnum sveitarfélagsins í Glaumbæ og færðu Sigríði blómvönd og gjafabréf. Félagsskapurinn Pilsaþytur mætti einnig á svæðið. Við starfinu tekur Berglind Þorsteinsdóttir og er hún boðin velkomin til starfa.

Sveitarfélagið þakkar Sigríði fyrir vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar í því sem hún tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.