Safnahús Skagfirðinga opnað að nýju eftir miklar endurbætur

Anna Þórðardóttir fer fyrstu ferðina með nýrri lyftu í Safnahúsi Skagfirðinga
Anna Þórðardóttir fer fyrstu ferðina með nýrri lyftu í Safnahúsi Skagfirðinga

Safnahús Skagfirðinga var opnað í dag eftir miklar og gagngerar endurbætur á húsnæðinu. Var ný lyfta m.a. tekin formlega í notkun en það var dyggur gestur safnsins, Anna Þórðardóttir, sem fór fyrstu ferðina með henni. Er óhætt að segja að allt aðgengi að söfnum hússins aukist til muna við þær endurbætur sem fram hafa farið og um leið er húsið orðið hið glæsilegasta.

Útlán á bókasafninu hefjast mánudaginn 2. nóvember og verður safnið opið alla virka daga frá 11-18 og skjalasafnið frá 9-12 og 13-16.