Sæluvikuhelgi

Félagsheimilið Bifröst - Króskbíó
Félagsheimilið Bifröst - Króskbíó

Nú er sigið á seinni hluta Sæluviku og hafa eflaust margir verið á faraldsfæti og notið þess sem í boði er enda framboðið mikið og fjölbreytt.

Í dag er töfrasýning Einars Mikaels í Bifröst, sölusýning á verkum notenda Iðju-dagþjónustu í Landsbankanum, vinnustofa og steinasafn opið í Víðihlíð 35, myndlistarsýningin Sýn í Safnahúsinu, hátæknisýningin Heimur norðurljósanna í Puffin and friends og leiksýningin Fylgd í Bifröst.

Á morgun laugardag er Molduxamót í íþróttahúsinu á Sauðárkróki fyrir hádegi og opin fjárhúsin í Grænumýri þar sem hægt er að skoða kiðlinga og lömb. Einnig verður kaffiklúbburinn Skín við sólu Skagafjörður með morgunkaffi í Ljósheimum.

Eftir hádegi er myndlistarsýningin í Gúttó opin, Norðurljósasýningin, vinnustofa og steinasafn í Víðihlíð 35 og leiksýningin Fylgd verður í Bifröst um miðjan daginn.

Um kvöldið verður stuttmyndasýning nemenda FNV í Króksbíói og Sæluvikutónleikar Karlakórsins Heimis í Menningarhúsinu Miðgarði.

Síðasti formlegi dagur Sæluvikunnar er á sunnudaginn en þá er flóamarkaður og kökubasar Kvenfélags Staðarhrepps í félagsheimilinu Melsgili. Myndlistarsýningin verður opin í Gúttó og spiluð félagsvist í safnaðarheimilinu á Sauðárkóki. Um miðjan daginn verður sýnd myndin, Týndur hlekkur, í Króksbíói og um kvöldið er leiksýningin Fylgd í Bifröst.

Það verður iðandi mannlíf í Skagafirði um helgina og um að gera að njóta þess!

Sæluvikudagskráin