Fara í efni

Roðagyllum heiminn

26.11.2020
Ráðhúsið í appelsínugulum lit.

Athygli hefur vakið að anddyri ráðhússins prýðir nú appelínugulum lit. Er sveitarfélagið að sýna stuðning við alþjóðlegt átak gegn kynbundnu ofbeldi sem nefnist "Roðagyllum heiminn". Eru það Alþjóðasamtök Soroptimista ásamt öðrum félagasamtökum sem standa fyrir 16 daga átaki dagana 25. nóvember til 10. desember og vilja með því vekja athygli á kynbundnu ofbeldi, sérstaklega gegn konum. Í Covid faraldrinum hefur kynbundið ofbeldi því miður aukist. Appelsínuguli liturinn táknar bjartari framtíð án ofbeldis.

Sveitarfélagið Skagafjörður hvetur íbúa, fyrirtæki og félagasamtök til að sýna átakinu stuðning. Engin á að búa við ofbeldi og hvetjum við þolendur til að leita hjálpar sem og ef grunur leikur á heimilisofbeldi að tilkynna það til lögreglu.
Nánari upplýsingar um þau hjálparúrræði sem í boði eru og fræðslu má finna á vef lögreglunar með því að smella hér.

Nánar má fræðast um átakið "Roðagyllum heiminn" hér