Fara í efni

Röð jólatónleika Tónlistarskóla Skagafjarðar hefst 3. desember

28.11.2013

Á heimasíðu Tónlistarskóla Skagafjarðar segir að jólatónleikar skólans hefjist í grunnskólanum á Hólum þriðjudaginn 3. des kl 17. Fimmtudaginn 5. des verða strengjatónleikar í Miðgarði sem hefjast kl 17 en þar munu Skagfirskir strengir ásamt jassballethópum Varmahlíðarskóla og slagverksdrengjunum Alfa og Ómega flytja verkið Jólabjöllur. Sama dag verða lengra komnir nemendur með tónleika kl 18.30 einnig í Miðgarði. Laugardaginn 7. des kl 13 verða tónleikar í Höfðaborg og 9. des kl 17 í tónlistarskólanum á Sauðárkróki. Þann 10. des verða tvennir tónleikar á Sauðárkróki kl 17 og 20.  Miðvikudaginn 11. des verða tónleikar í Miðgarði kl 17 og 16. des munu nemendur skólans spila í KS Varmahlíð kl 13. Það er mikið framundan og úr nógu að velja á tónlistarsviðinu.