Fara í efni

Rithöfundar í Safnahúsinu 4. des kl 20

03.12.2013

Miðvikudagskvöldið 4. des kl 20 mæta rithöfundar og lesa upp úr verkum sínum í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir les úr bók sinni Alla mína stelpuspilatíð og Örlygur Kristfinnsson úr bókinni Svipmyndir úr síldarbæ ll. Guðmundur Andri Thorsson forfallaðist en Björn Björnsson mun hlaupa í skarðið og lesa úr skálssögu Guðmundar, Sæmd.  Sigurlaug Vordís og Fúsi Ben munu einnig mæta á svæðið og kynna nýja diskinn sinn, Tímamót – behind the mountains. Allir eru velkomnir að koma og njóta þess að hlusta á upplestur og tónlist á aðventunni.