Rithöfundakvöld á Héraðsbókasafni Skagfirðinga

Miðvikudagskvöldið 15. nóvember nk. stendur Héraðsbókasafn Skagfirðinga fyrir rithöfundakvöldi í Héraðsbókasafni Skagfirðinga við Faxatorg.

Eftirtaldir fjórir rithöfundar heimsækja Skagafjörðinn og kynna nýjustu bækur sínar fyrir gestum:

Nanna Rögnvaldardóttir – Valskan

Pálmi Jónasson – Að deyja frá betri heimi

Skúli Sigurðsson – Maðurinn frá Sao Paulo

Vilborg Davíðsdóttir – Land næturinnar

Viðburðurinn hefst kl. 20 og eru allir velkomnir.