Ritað undir samstarfssamning á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og UMSS

Frá undirritun samningsins. Mynd: UMSS.
Frá undirritun samningsins. Mynd: UMSS.

Í dag var skrifað undir samstarfssamning milli Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS) og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Samningi þessum er ætlað að efla starf UMSS og aðildarfélaga þess með megináherslu á barna og unglingastarf, auk þess að stuðla að auknu samstarfi UMSS og Sveitarfélagsins Skagafjarðar á sviði íþrótta- og forvarnarmála.

Áhersla er lögð á mikilvægi þess öfluga starfs sem Ungmennasambandið og íþróttahreyfingin sinnir fyrir samfélagið í heild. Til þess að UMSS geti rækt hlutverk sitt styrkir Sveitarfélagið Skagafjörður sambandið árlega með beinum og óbeinum fjárframlögum. Auk þess vinna þessir aðilar að margskonar samstarfsverkefnum samfélaginu til heilla.