Rannsóknir fornra byggðaleifa

Tjarnarkot í landi Tjarna í Sléttuhlíð
Tjarnarkot í landi Tjarna í Sléttuhlíð

Byggðasafn Skagfirðinga og starfsmenn Byggðasögunnar eru í samstarfsverkefni sem kallast eyðibýli og afdalir. Einn hluti þess er að rannsaka fornar byggðaleifar í Fljótum og Sléttuhlíð. Farið er á valda staði og leitast við að aldursgreina búsetuminjar og meta eðli þeirra með því að taka borkjarna og grafa könnunarskurði. Við rannsóknirnar í sumar er í fyrsta skipti notast við svokallaðan dróna eða flygildi til að taka myndir úr lofti og hefur það gefið góða raun segir á face-book síðu safnsins. Það eru Guðný  Zoëga og Guðmundur Sigurðarson hjá fornleifadeild Byggðasafnsins ásamt Hjalta Pálssyni og Kára Gunnarssyni hjá Byggðasögu Skagafjarðar sem vinna að rannsóknunum en niðurstöður þeirra munu birtast á síðum Byggðasögunnar og í rannsóknarskýrslu verkefnisins. Þær skýrslur sem gefnar hafa verið út í verkefninu er hægt að nálgast á heimasíðu Byggðasafnsins.