Rannís auglýsir eftir styrkumsóknum í Hljóðritasjóð og Barnamenningarsjóð

Hljóðritasjóður veitir styrki til hljóðritunar nýrrar, frumsamdrar tónlistar sem stuðla á að nýsköpun, en styrkir eru veittir í almenn verkefni og þróunarverkefni. Hlutverk Hljóðritasjóðs er að efla íslenska hljóðritagerð í tónlist með fjárhagslegum stuðningi við útgáfu hljóðrita samkvæmt reglum um Hljóðritasjóð. Tónlistarmenn, jafnt einstaklingar sem hljómsveitir, útgáfufyrirtæki og aðrir er koma að hljóðritun tónlistar geta sótt um í Hljóðritasjóð.

Umsóknarfrestur er mars og september ár hvert.

Næsti umsóknarfrestur er 15. mars 2019, kl. 16:00 og skal umsóknum skilað í gegnum rafrænt umsóknarkerfi Rannís

 

Barnamenningarsjóður Íslands er átaksverkefni til fimm ára, stofnaður í tilefni aldarafmælis fullveldisins með ályktun Alþingis á hátíðarfundi 18. júlí 2018.

Hlutverk sjóðsins er að styðja fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi. Verkefni, sem auk ofangreindra þátta, stuðla að lýðræðislegri virkni barna í samfélaginu eða taka að öðru leyti mið af inntaki Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hafa sérstakt vægi. Einnig þau verkefni sem unnin eru í nánu samstarfi aðila, svo sem menningarstofnana, skóla, listafólks og félagasamtaka.

Umsóknum og lokaskýrslum skal skila á rafrænu formi.

Umsóknarfrestur rennur út 1. apríl 2019 kl. 16.00. Einungis er veitt úr sjóðnum einu sinni á ári. Næsti umsóknarfrestur verður í lok mars 2020.

Upplýsingar og umsóknargögn er að finna á síðu Barnamenningarsjóðs.