Fara í efni

Rakelarhátíð, suðrænt fjölskyldukvöld og menningarkvöld FNV

05.10.2017
Frá Hofsósi

Um helgina verður ýmislegt um að vera í Skagafirði. Á föstudagskvöldinu verður menningarkvöld FNV, á laugardagskvöldinu suðrænt fjölskyldukvöld í sundlauginni á Hofsósi og Rakelarhátíðin í Höfðaborg á sunnudaginn.

Menningarkvöld FNV verður haldið í íþróttahúsinu á Sauðárkróki þann 6. október og hefst kl 20 en þar koma fram m.a. Jón Jónsson, herra Hnetusmjör, Lip sync og Jóhannes Ingi og þar verður líka hið árlega Body paint.

Á laugardagskvöldinu þann 7. október verður suðrænt fjölskyldukvöld í sundlauginni á Hofsósi til styrktar Unicef milli kl 19 og 21. Dagskráin hefst með Aquazumbakennslu með Raggý og eftir dansinn verður í boði ávaxtaspjót og safi og Jón Tumi sem tók þátt í The Voice í fyrra mætir með gítarinn og tekur nokkur suðræn lög á sundlaugarbakkanum

 Á sunnudaginn 8. október kl 14 verður Rakelarhátíðin haldin í Höfðaborg á Hofsósi, fjáröflunarskemmtun til styrktar Minningarsjóði Rakelar Pálmadóttur. Ræðumaður dagsins verður séra Hildur Eir Bolladóttir, Sólmundur Friðriksson tekur lagið og nemendur Grunnskólans austan Vatna og Tónlistarskólans sjá um fjölbreytt skemmtiatriði. Kaffihlaðborð að skemmtun lokinni.