Fara í efni

Rafrænar bókanir á viðtalstímum skipulagsfulltrúa og byggingafulltrúa

29.11.2024

Íbúar Skagafjarðar geta nú bókað viðtalstíma hjá skipulagsfulltrúa og byggingafulltrúa á einfaldan og þægilegan hátt í gegnum rafrænt bókunarkerfi á heimasíðu sveitarfélagsins. Þessi nýja þjónusta er hluti af stefnu sveitarfélagsins um að bæta aðgengi að þjónustu og auka skilvirkni í samskiptum við íbúa.

Með rafrænum bókunum geta íbúar valið sér hentugan tíma til að ræða við skipulagsfulltrúa eða byggingafulltrúa um ýmis mál tengd skipulagi og byggingum. 
Til að bóka viðtalstíma þarf að fylla út skráningarform á vefsíðu Skagafjarðar, þar sem tilgreina þarf allar nauðsynlegar upplýsingar svo starfsmenn geti undirbúið fundinn og fundið til viðeigandi gögn. Þetta nýja kerfi er ætlað að einfalda ferlið og tryggja að íbúar fái hraðari og betri þjónustu.

Fleiri svið eru væntanleg í rafræna bókun en þangað til er íbúum bent á að hringja í afgreiðslu ráðhússins í síma 455 6000 til að bóka viðtalstíma hjá viðkomandi sviði.