Fara í efni

Ráðherrafundur EFTA í Skagafirði

25.06.2018
Frá ráðherrafundi EFTA á Sauðárkróki

Ráðherrafundur Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, er haldinn í Skagafirði í dag. Þar funda fulltrúar aðildarríkjanna Íslands, Liechtenstein, Noregs og Sviss undir forystu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra.

Efling EFTA-samstarfsins, áframhaldandi þróun fríverslunarsamninga um allan heim og samskiptin við Evrópusambandið eru efst á baugi á fundinum í Skagafirði. Ráðherrarnir funda annars vegar með þingmannanefnd EFTA og hins vegar ráðgjafarnefndinni. Á dagskránni eru staða og horfur í samstarfinu um Evrópska efnahagssvæðið (EES), fríverslunarnet EFTA sem er í stöðugum vexti og samskipti Sviss og Evrópusambandsins. Fulltrúar EFTA-dómstólsins og Eftirlitstofnunar EFTA (ESA) sækja einnig ráðherrafundinn.

Sumarfundir EFTA-ráðherranna hafa verið nýttir til að undirrita nýja og/eða uppfærða fríverslunarsamninga. Svo er einnig í þetta sinn því í dag var skrifað undir nýjan fríverslunarsamning EFTA við Ekvador á Hólum í Hjaltadal, ásamt því sem uppfærður fríverslunarsamningur við Tyrkland var undirritaður.