Ráðgjafarþroskaþjálfi óskast til starfa á Sauðárkróki

Ráðgjafarþroskaþjálfi óskast til starfa á Sauðárkróki

 

Upphaf starfs: Frá 1. janúar 2018. Um framtíðarstarf er að ræða.

Starfshlutfall: 50% starfshlutfall.

Starfssvið: Ráðgjafarþroskaþjálfi sinnir ráðgjöf og þjónustu við fatlað fólk og aðstandendur. Hefur umsjón með einstaklingsbundnum þjónustuáætlunum sem og ráðgjöf og stuðning varðandi gerð og eftirfylgd þeirra. Sinnir fræðslu og leiðbeiningum vegna þjónustu við fatlað fólk. Tekur þátt í fagteymum og þverfaglegu samstarfi. Tekur þátt í notendasamráði þar sem lögð er áhersla á valdeflingu. Ráðgjafarþroskaþjálfi sinnir einnig handleiðslu og stuðningi fyrir starfsmenn. Hefur forgöngu um faglega stefnumótun og innleiðingu nýjungar í þjónustu.

Menntunarkröfur: Háskólamenntun og starfsleyfi sem þroskaþjálfieða önnur háskólamenntun á sviði mennta-, félags- eða heilbriðgisvísinda. Framhaldsmenntun á sviði fötlunar er æskileg.

Hæfniskröfur: Umfangsmikil þekking og reynsla af ráðgjöf og þjónustu við fatlað fólk. Reynsla af faglegri stefnumótun og innleiðingu nýjunga er æskileg. Haldgóð þekking á sviði fötlunar. Þekking og reynsla á innleiðingu á hugmyndafræði um þjónandi leiðsögn er mikilvæg ásamt þekkingu á hugmyndafræði samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þekking á lögum og reglugerðum sem varða þjónustu við fatlað fólk er æskileg. Reynsla og þekking af málefnum sveitarfélaga er kostur. Reynsla af teymisvinnu er kostur. Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.

Leitað er að einstaklingi með framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfni.  Umsækjandi þarf jafnframt að hafa góða vitund fyrir sjálfum sér, ríka ábyrgðartilfinningu, vera tilbúinn til að tileinka sér nýjar hugmyndir, hafa metnað í starfi, jákvæður og sýna af sér sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.

Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur sveitarfélagsins.

Vinnutími: Dagvinna.

Launakjör: Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Þroskaþjálfafélag Íslands eða hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 13. nóvember 2017

Nánari upplýsingar: Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri málefna fatlaðs fólks, í síma 455-6000 eða gretasjofn@skagafjordur.is.

Umsóknir: Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Afrit af prófskírteinum og leyfisbréfi þurfa að fylgja umsókn.

Umsókn ásamt fylgiskjölum skal skilað í gegnum íbúagátt eða heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is (laus störf).

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Karlar sem og konur eru hvött til að sækja um.