Prjónakaffi og föndur eldri borgara

Prjónakaffi í Húsi frítímans
Prjónakaffi í Húsi frítímans

Fjölbreytt starfsemi er í Húsi frítímans og er prjónakaffi vikulegur viðburður. Prjónakaffið er alla miðvikudaga milli kl 19 og 22 og eru allir velkomnir að vera með, bæði konur og karlar á öllum aldri segir á heimasíðu hússins.

Félag eldri borgara er að flytja föndrið úr safnaðarheimilinu í Hús frítímans vegna aðgengismála. Það mun hefjast miðvikudaginn 4. nóvember milli kl 12 og 15 og eru starfsmenn Húss frítímans mjög ánægðir með aukna starfsemi í húsinu og vonast til að sjá sem flesta nýta sér aðstöðuna í vetur.