Póstþjónusta framtíðarinnar rædd á Sauðárkróki

Opinn fundur Íslandspósts - póstþjónusta framtíðarinnar

Forsvarsmenn Íslandspósts halda opinn fund á Kaffi Krók á Sauðárkróki þriðjudaginn 7. október milli kl 17 og 18:30. Er þetta liður í fundarröð um stöðu og framtíð póstmála á Íslandi segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu enda sé skoðun landsmanna á póstmálum því mikilvæg. Vonast það til að sem flestir mæti og taki þátt í umræðum um hvernig póstþjónusta framtíðarinnar eigi að líta út.

Fréttatilkynning