Óvíst hvenær starfsemin hefst í Húsi frítímans

Frá brjóstsykursgerð í Húsi frítímans
Frá brjóstsykursgerð í Húsi frítímans

Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Húsi frítímans á Sauðárkróki og óvíst hvenær skipulegt vetrarstarf getur hafist. Á heimasíðu hússins kemur fram að ekki er hægt að leigja salinn undir afmæli af þeim sökum. Búið er að opna á milli Húss frítímans og Sæmundargötu 7a. Lyftuhús er að verða tilbúið og verið að standsetja fundarsal á efri hæðinni. Fundir sveitarstjórnar og fastanefnda sveitarfélagsins munu flytjast í Hús frítímans þegar framkvæmdum lýkur.