Fara í efni

Óvissustigi lýst yfir í Skagafirði

07.12.2015

Almannavarnanefnd ríkislögrelgustjóra og Almannavarnarnefnd Skagafjarðar hafa lýst yfir óvissustigi vegna fárviðris. Víðtækar lokanir vega verða í gildi í Skagafirði. Í dag klukkan 16:00 verður eftirfarandi leiðum lokað: Vatnsskarð, Þverárfjallsvegur, Siglufjarðarvegur og Öxnadalsheiði.

Klukkan 17:00 verður þjóðvegi 1 frá Varmahlíð að Öxnadalsheiði lokað og einnig þjóðvegi 75 frá hesthúsahverfi á Sauðárkróki að Siglufjarðarvegi.

Almannavarnarnefnd vill ítreka að ekkert ferðaveður verður í Skagafirði. Fólk er hvatt til að halda sig heima á meðan að veðrið gengur yfir og fylgjast með fréttum og tilkynningum í útvarpi.

Gangið tryggilega frá lausamunum og öðru sem getur fokið áður en veðrið skellur á. Með því má draga úr hættu á tjóni.

Ef aðstoðar er þörf þá hringið í 112  

Allir skólar og grunnskólar í Skagafirði hafa hætt kennslu í dag og beina skólarnir því til foreldra og forráðamanna að fylgast vel með í fyrramálið á heimasíðum skólanna og tilkynningum í útvarpi. Halda kyrru fyrir þangað til óvissustigi hafi verið aflýst.

Búið er að loka sundlaugunum á Hofsósi og íþróttamiðstöð og sundlauginni í Varmahlíð. Íþróttahúsið og sundlaugin á Sauðárkróki lokar kl 17.

Ítrekað er að fólk haldi kyrru fyrir í fyrramálið og fylgist vel með fréttum og tilkynningum.