Fara í efni

Orkustofnun veitir styrki til orkuskipta

14.04.2023

Skagafjörður vekur athygli á því að Orkustofnun hvetur til umhverfisvænnar orkuöflunar við húshitun og að bæta orkunýtni í rafhitun á landinu.

Með breytingum á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar var opnað á möguleika ríkisins til að taka þátt í stofnkostnaði við umhverfisvæna orkuöflun sem dregur úr rafhitun eða olíukyndingu. Hægt er að minnka rafhitun með ýmsu móti m.a. með varmadælum, viðarkyndingu o.s.frv.

Til íbúðareigenda sem nú hafa niðurgreidda rafhitun og vilja taka upp umhverfisvæna orkuöflun er möguleiki á að sækja um styrk. Um er að ræða eingreiðslustyrk vegna aðgerða sem leiða til betri orkunýtingar við húshitun.