Fara í efni

Orðsending til kattaeigenda

29.04.2022

Nú er sá árstími þar sem vorboðarnir ljúfu, fuglarnir, búa sér hreiður og reyna að koma ungum sínum upp. Því miður lenda margir ungar í kattarkjafti og komast aldrei á flug. Samkvæmt samþykkt um hunda- og kattahald í Sveitarfélaginu Skagafirði ber kattareigendum að taka tillit til fuglalífs á varptíma og eftir atvikum takmarka útiveru þeirra, m.a. að næturlagi. Kettir skulu vera örmerktir og ávallt bera ól um hálsinn. Á ólinni skal vera plata, sem í er grafið skráningarnúmer kattarins.

Ef eigandi eða umráðamaður hunds eða kattar vanrækir skyldur sínar eða brýtur ítrekað gegn ákvæðum samþykktar þessarar eða öðrum reglum sem gilda um hunda- og kattahald getur sveitarstjórn afturkallað leyfi hans til hunda- eða kattahalds.

Biðlað er til kattareigenda að virða reglur þessar og sjá til þess að kettir þeirra komist ekki að ungunum.

Samþykkt um hunda- og kattahald í Sveitarfélaginu Skagafirði

 

Sveitarstjóri.